Um Bravo

Við getum aðstoðað þitt fyrirtæki við að innleiða aðferðafræði til aukins árangurs.

Fáðu fagmenn til að aðstoða þig

Bjarki Jóhannesson

Bjarki Jóhannesson hefur óbilandi ástríðu fyrir því að hjálpa fyrirtækjum að ná betri árangri með skilvirkri aðferðafræði. Hann hefur mikla reynslu af rekstri frumkvöðlafyrirtækis enda stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki 18 ára gamall. Fyrir 16 árum stofnaði hann ásamt félaga sínum fyrirtæki í upplýsingatækni sem fór í gegnum ólgusjó hrunsins. Árið 2014 var fyrirtækið komið með 40 manns í vinnu og velti hátt í milljarði. Það var síðan sameinað öðru fyrirtæki og var Bjarki í stjórnendateymi sameinaðs fyrirtækis í fjölda ára.

Í lok árs 2019 kynntist Bjarki EOS aðferðafræðinni og tók að sér að innleiða það í sínu fyrirtæki. Það ferli var mjög lærdómsríkt svo ekki sé meira sagt.  Núna hefur hann sett saman aðferðafræði þar sem hann byggir á sinni reynslu og tvinnar hana saman við innleiðingu á hugbúnaði sem styður við vegferðina.

Bjarki er með Mastersgráðu í markaðsfræðum og hefur lokið námi í Executive Coaching í HR.

Umsagnir viðskiptavina

Kynntu þér hvað stjórnendur þeirra hafa að segja