Reynslusögur frá viðskiptavinum:

“Við hófum samstarf við Bravó vorið 2025 og sjáum strax mikinn ávinning af samstarfinu. Með stjórnendateymi og starfstöðvar sem eru staðsettar víðsvegar um Evrópu, Norður- og Suður Ameríku, var áskorun að skapa sameiginlega sýn og teymissamvinnu þvert yfir landamæri. Bravó hefur hjálpað okkur að halda fókus á mikilvægustu verkefnin og virkja stjórnendateymið sem eitt samhent lið. Við sjáum að Bravó verði lykilverkfæri í að byggja upp skýra rekstrarumgjörð og öfluga fyrirtækjamenningu þar sem allir vita hvert stefnt er og róa í átt að sameiginlegri sýn. Ég mæli eindregið með Bravó fyrir öll fyrirtæki sem hafa metnað til að verða betri.”
Daði ValdimarssonForstjóri Rotovia (um 850 starfsmenn)

“DK hugbúnaður er hluti af stórri fyrirtækjasamsteypu og fylgir vel skilgreindum stjórnunarháttum sem samsteypan setur. Við hófum síðan samstarf með Bjarka á vormánuðum 2024 og hefur aðferðafræði Bravó fallið vel að okkar stjórnunarháttum og gert okkur kleyft að ná enn betri árangri. Okkar sýn er að innleiða Bravó inn í alla starfsemina okkar og þannig virkja öll okkar teymi enn frekar. Ég mæli eindregið með Bravó.”
Hulda GuðmundsdóttirForstjóri dk hugbúnaðar (um 60 starfsmenn)

“Við byrjuðum að vinna með Bravó hausið 2024. Fókusinn er nú markvissari og við vinnum mun skipulegar að þeim markmiðum sem við höfum sett í okkar stefnumótun. Við sjáum að forgangsröðun verkefna er orðin skýrari og ábyrgð hvers og eins er öllum ljós. Ég get með fullri sannfæringu sagt að Bravó sé orðið ómissandi verkfæri hjá okkur. Fyrirtæki sem vilja byggja upp sterka rekstrarumgjörð og ná betri árangri ættu að skoða þetta vel.”
Karl AndreassenForstjóri Ístaks (um 500 starfsmenn)

“Við hjá Hvíta húsinu byrjuðum með innleiðingu á Bravó fyrir tæpu ári síðan og höfum verið virkilega ánægð með ávinninginn. Kerfið hefur hjálpað okkur að auka ábyrgð og gagnsæi og hraða framgangi verkefna. Starfsfólkið okkar hefur fengið betri yfirsýn yfir stefnu og markmið fyrirtækisins. Ég mæli eindregið með Bravó fyrir fyrirtæki sem vilja ná betri stjórn á rekstri sínum og efla teymisvinnu.”
Elín Helga SveinbjörnsdóttirFramkvæmdastjóri - Hvíta húsið (35 starfsmenn)

“Við hófum innleiðingu á Bravó aðferðafræðinni á vormánuðum 2025 og áhrifin hafa verið mjög jákvæð. Bravó hefur hjálpað okkur að móta skýra og samhljóða sýn fyrir fyrirtækið og aukið bæði samheldni og virkni í stjórnendateyminu. Kerfið hefur skapað betra skipulag og hjálpað okkur að forgangsraða verkefnum á markvissari hátt. Ég mæli með Bravó fyrir allar stofnanir og fyrirtæki sem vilja efla samvinnu og stefnumiðaðan rekstur.”
Karl Óttar EinarssonForstjóri Grundarheimilinna (um 600 starfsmen)

“Við hjá Reykjavík Napólí höfum vaxið hratt síðustu ár og rekum nú 12 veitingastaði undir þremur vörumerkjum. Þegar við hófum Bravó vegferðina í lok árs 2024, vildum við fá betri yfirsýn, skýrari ábyrgð og samræmda sýn yfir allar einingar. Bravó hefur hjálpað okkur að einfalda skipulagið, styrkja stjórnendateymin og skapa meiri festu í rekstrinum. Við vinnum nú markvissar að lykilverkefnum, og það er orðið skýrara fyrir alla hvar fókusinn á að vera. Fyrir vaxandi rekstur með fjölbreyttar rekstrareiningar er Bravó ómetanlegt kerfi.”
Haukur Már GestssonFramkvæmdastjóri Reykjavík Napóli - Flatey pizza, Neó pizza, Gaeta - (130 starfsmenn)

“Uppsjávarsvið Brim hf. hóf að nýta Bravó stjórnenda- og rekstrarkerfið haustið 2024. Kerfið hefur eflt fundarmenningu og samskipti, aukið samstöðu í sýn og markmiðum stjórnenda, skerpt á ábyrgðarsviðum og gert starfsemina markvissari og árangursdrifnari. Bjarki hefur stýrt innleiðingunni af fagmennsku og komið með gagnlegar ábendingar sem hafa hjálpað okkur að gera gott fyrirtæki enn betra.”
Hjálmar VilhjálmssonYfirmaður uppsjávarsviðs og aðstoðarmaður forstjóra (um 600 starfsmenn)

Sjá umfjöllun“Við byrjuðum okkar vegferð með Bravo í byrjun árs 2022 og hefur það reynst okkur heilladrjúg ákvörðun. Skýr stefna og markmið sem markvisst er unnið að í öllum teymum fyrirtækisins hefur skilað okkur miklum árangri. Tekist hefur að dreifa ábyrgð og valdefla starfsfólk til árangurs og nánast allir í fyrirtækinu eru virkir í aðferðafræðinni. Bjarki hjá Bravo hefur leitt okkur gegnum þessa vegferð og erum við mjög ánægð með hans aðkomu. Ég hef haldið fyrirlestur um ávinninginn hjá Stjórnvísi en samantekt á honum má sjá að neðan”
Þórður GuðjónssonForstjóri Skeljungs (um 70 starfsmenn)

“Við hjá Akraborg byrjuðum að vinna með Bjarka í apríl 2024. Ég verð að viðurkenna að sú vegferð sem Bjarki hefur tekið okkur í hefur lyft öllu félaginu upp á hærra plan og farið langt fram úr mínum væntingum. Aðferðafræðin veitir skýra sýn og tekst að virkja allt starfsfólk þ.a. við erum öll að róa í sömu átt. Ég mæli hiklaust með Bjarka og Bravó.”
Ragnar Þór GunnarssonFramkvæmdastjóri - Akraborg (um 40 starfsmenn)

“SÁÁ hefur verið að ganga í gegnum mikla umbreytingu undanfarin misseri og sú vegferð heldur áfram. Við byrjuðum að vinna með Bjarka í upphafi árs 2023 í að innleiða hans aðferðafræði og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Sýn okkar og markmið eru skýr og við vitum hvernig við ætlum að komast þangað. Við vinnum skipulega að okkar mikilvægustu verkefnum og tæklum málefnin af ánægju og yfirvegun. Þessi umgjörð sem aðferðafræðin veitir, hefur gert það að verkum að ég nýt þess að mæta í vinnuna og takast á við verkefni dagsins með mínu fólki.”
Anna Hildur GuðmundsdóttirFormaður SÁÁ (um 150 starfsmenn)

“Aðferðafræðin sem Bjarki hefur hjálpað okkur að innleiða hefur breytt miklu fyrir okkur, aukið fagmennsku og stutt við ferla fyrirtækisins. Við vorum farin að finna fyrir ákveðinni stöðnun, en höfum núna náð að keyra upp drifkraftinn hjá öllum í fyrirtækinu með skýr markmið að leiðarljósi. Ég hvet alla stjórnendur til að skoða þessa leið til að auka árangurinn, og ég held að stærð eða tegund fyrirtækisins skipti þar engu máli.”
Eggert HerbertssonFramkvæmdastjóri Tölvuþjónustunnar (10 starfsmenn)

“Það eru miklar áskoranir fólgnar í því að byggja upp öflugt alþjóðlegt nýsköpunarfyrirtæki. Í kjölfar skipulagsbreytinga sumarið 2023 var ákveðið að kalla Bravo til og njóta þeirra leiðbeiningar sem boðið er upp á. Í dag er Nanitor stýrt eftir aðferðafræði Bravo og hefur mikill ávinningur hlotist af því. Ég mæli eindregið með Bjarka og aðferðafræðinni sem ég tel setta fram með markvissum hætti með áherslu á einfaldleika og gegnsæi.”
Heimir Fannar GunnlaugssonFramkvæmdastjóri Nanitor (7 starfsmenn)

“Við féllum strax fyrir hugmyndafræðinni og þá helst hvernig hún hjálpar ekki aðeins við að skapa skýra sýn heldur einnig að virkja drifkraft allra í fyrirtækinu til að ná þeim markmiðum sem við setjum. Í mínum huga er öflugt hvering verkfærin fylgja eftir ferlum og í reynd er þeim aldrei lokið og fylgja fyrirtækinu áfram til framtíðar. Hún tryggir að það sem búið er að vinna, haldi áfram til framtíðar. Ég hef ekki kynnst eins skilvirkum tólum áður á mínum langa ferli sem frumkvöðull og stjórnandi. Bjarki hefur verið frábær á þessum vinnudögum og leitt okkur áfram inn í aðferðafræðina, sem við höfum fylgt frá fyrsta degi með góðum árangri.”
Rúnar SigurðssonStofnandi og framkvæmdarstjóri - Svar (11 starfsmenn)

“Ég kynntist aðferðafræðinni þegar ég bjó í Bandaríkjunum og var ákveðinn að nýta mér hana í mínu eigin fyrirtæki. Þegar ég fann Bravo var ég viss um að við ættum að taka það alla leið. Vegferðin með Bjarka hefur staðist allar mína væntingar og vel það. Vinnudagarnir með stjórnendateyminu okkar hafa verið mjög góðir og við hlökkum til að takast á við verkefni framtíðar með skýra sýn, ábyrgð og heilbrigða fyrirtækjamenningu að vopni.”
Vignir BollasonEigandi og kírópraktor - Líf kírópraktík (10 starfsmenn)

“Eftir að við hjá Strúktúr innleiddum Bravó stjórnenda- og rekstrarkerfið höfum við upplifað stórkostlegar breytingar í starfseminni. Kerfið hefur veitt okkur skýrari stefnu, betri yfirsýn yfir reksturinn og aukið skilvirkni í daglegum verkefnum. Ábyrgðarskipting og samskipti innan teymisins hafa aldrei verið betri, sem hefur skilað sér í meiri afköstum og ánægðari starfsfólki. Bravó hefur sannarlega verið mikið gæfuspor fyrir okkur, og ég mæli eindregið með því fyrir öll fyrirtæki sem vilja ná nýjum hæðum.”
Ingólfur A. SigþórssonFramkvæmdastjóri og eigandi - Strúktúr (5 starfsmenn)