Hugbúnaðurinn

Við notum Business Operating System (BOS) hugbúnað frá Ninety til að styðja við vegferðina og efla teymisvinnu.

Betri fundir

1

Skipulagning

Keyrðu alla fundi í NInety þar sem þú ferð í gegnum dagskrá fundarins sem er sett upp í samræmi við aðferðafræðina. Skorkortið, framgangur forgangsverkefna, úrlausn málefna.
2

Forgangsröðun og eftirfylgni

Þú skráir inn málefni sem koma upp yfir vikuna til úrlausnar á næsta fundi. Úrlausnarverkefni er skráð á ábyrgðaraðila svo hægt séð fylgja því eftir.
3

Fundarsagan á einum stað

Saga allra funda er vistuð á einum stað og aðgengileg þeim sem hafa réttindi til.

Skorkort

1

Mældu það mikilvægasta

Hvert teymi mælir það sem segir þeim best hver árangurinn í síðustu viku var. Farið er yfir skorkortið á vikulegum fundi teymisins.
2

Fylgstu með þróun

Árangur sveiflast milli vikna, en þú getur séð hvernig árangur er að þróast og hvort meðaltalið sé í samræmi við vikulegt markmið.
3

Mánaðarlegar og ársfjórðungslegar mælingar

Ekki er alltaf mögulegt að mæla árangur vikulega og því eru líka skortkort fyrir bæði mánaðarlegar og ársfjórðungslegar mælingar.

Forgangsverkefni

1

Fylgist með framgangi mikilvægustu verkefnana

Skráið mikilvægustu verkefnin og hver ber ábyrgð á því. Fylgist með framgangi þeirra á vikulegum fundi teymisins.
2

Vörður

Brjótið hvert forgangsverkefni niður í vörður með dagsetningum til að fylgjast með framgangi þess og skapa sameiginlegan skilning teymisins á verkefninu
3

Skýrar merkingar á framgangi

Með skýrum merkingum á framgangi (í lagi, ekki í lagi, lokið) er auðvelt að sjá hvaða verkefni teymið þarf að skoða og ræða nánar.

Málefnin

1

Bættu við málefni inn á fundi yfir alla vikuna

Meðlimir teymisins geta skráð málefni inn á næsta fund alla vikuna. Einnig er hægt að smella á úrlausnarverkefni, skorkortsmælingu eða forgangsverkefni og gera málefni beint þaðan. Þá fylgja með upplýsingar sem hægt er að skoða og ræða.
2

Málefnin tækluð í mikilvægisröð

Auðvelt er að forgangsraða málefnum í mikilvægisröð með því að "draga og sleppa". Þá má byrja á því mikilvægasta og skilgreina, ræða og leysa það, áður en farið er í það næst mikilvægasta.
3

Skrá og fylgja úrlausn eftir

Hægt er að skrá það helsta úr umræðum og svo úrlausn málsins. Verði til verkefni til úrlausnar er auðvelt að gera úrlausnarverkefni með ábyrgðarmanni sem fer þá í eftirfylgni á næsta fundi.

Ábyrgðarritið

1

Allir með skýra ábyrgð og hlutverk

Skráðu ábyrgð og hlutverk fyrir hvert einasta sæti í ábyrgðarritinu. Allir vita þá hvers til er ætlast af þeim og hvernig þeir passa inn í heildarmyndinni.
2

Auðveldar samskipti milli teyma

Starfsfólk getur auðveldlega fundið réttu manneskjuna í öðrum teymum til að leysa úr málefnum sem falla undir þeirra ábyrgð.
3

Ábyrgð og hlutverk í starfsmannamati

Ábyrgð og hlutverk í ábyrgðarritinu verður grundvöllur fyrir reglulega endurgjöf.

Skýr sýn

1

Hvert erum við að fara?

Útfærðu skýra sýn um fyrir hvað fyrirtækið stendur, hvert það er að fara og hvernig það ætlar að komast þangað.
2

Gerðu sýnina sýnilega

Gerðu sýnina sýnilega og skráðu markmið næsta árs og hvernig 3 ára myndin lítur út þannig að allir sjái hvert fyrirtækið er að fara.
3

Haltu utan um söguna

Þú getur vistað allar útgáfur af sýninni í gegnum árin þannig að þú getir skoðað hvernig sýn fyrirtækisins hefur þróast.

Ferlin

1

Skráðu ferlið

Brjóttu ferlið myndrænt niður í lykil skref og skráðu hver ber ábyrgð á ferlinu. Hafðu það aðgengilegt þannig að allir geti lært ferlið.
2

Farðu í smáatriðin þegar þörf er á

Gerðu tékklista, settu inn hver ber ábyrgð á skrefum og undirskrefum, og bættu viðhengjum við.
3

Umbætur

Skoðaðu með reglubundnum hætti hvernig hægt er að bæta ferlið.

Endurgjöf

1

Regluleg endurgjöf

Yfirmaður og undirmaður hittast með reglubundum hætti og veita hvorum öðrum endurgjöf.
2

Kjarnagildi og hlutverk í ábyrgðarritinu

Fyrir fundinn geta báðir aðilar metið hvernig viðkomandi starfsmaður mætir kjarnagildum, hlutverkum í ábyrgðarritinu og þeim forgangsverkefnum og mælingum hann ber ábyrgð á.
3

Endurgjöf á yfirmann

Einnig er möguleiki að veita endurgjöf á yfirmann sem leiðtoga og stjórnanda.