Umsagnir

Reynslusögur frá samstarfsaðilum okkar:

“Við byrjuðum okkar vegferð með Bravo í byrjun árs 2022 og hefur það reynst okkur heilladrjúg ákvörðun. Skýr stefna og markmið sem markvisst er unnið að í öllum teymum fyrirtækisins hefur skilað okkur miklum árangri. Tekist hefur að dreifa ábyrgð og valdefla starfsfólk til árangurs og nánast allir í fyrirtækinu eru virkir í aðferðafræðinni. Bjarki hjá Bravo hefur leitt okkur gegnum þessa vegferð og erum við mjög ánægð með hans aðkomu. Ég hef haldið fyrirlestur um ávinninginn hjá Stjórnvísi en samantekt á honum má sjá að neðan”

Þórður GuðjónssonFramkvæmdarstjóri - Skeljungur
Sjá umfjöllun

“Við féllum strax fyrir hugmyndafræðinni og þá helst hvernig hún hjálpar ekki aðeins við að skapa skýra sýn heldur einnig að virkja drifkraft allra í fyrirtækinu til að ná þeim markmiðum sem við setjum. Í mínum huga er öflugt hvering verkfærin fylgja eftir ferlum og í reynd er þeim aldrei lokið og fylgja fyrirtækinu áfram til framtíðar. Hún tryggir að það sem búið er að vinna, haldi áfram til framtíðar. Ég hef ekki kynnst eins skilvirkum tólum áður á mínum langa ferli sem frumkvöðull og stjórnandi. Bjarki hefur verið frábær á þessum vinnudögum og leitt okkur áfram inn í aðferðafræðina, sem við höfum fylgt frá fyrsta degi með góðum árangri.”

Rúnar SigurðssonStofnandi og framkvæmdarstjóri - Svar

“Ég kynntist aðferðafræðinni þegar ég bjó í Bandaríkjunum og var ákveðinn að nýta mér hana í mínu eigin fyrirtæki. Þegar ég fann Bravo var ég viss um að við ættum að taka það alla leið. Vegferðin með Bjarka hefur staðist allar mína væntingar og vel það. Vinnudagarnir með stjórnendateyminu okkar hafa verið mjög góðir og við hlökkum til að takast á við verkefni framtíðar með skýra sýn, ábyrgð og heilbrigða fyrirtækjamenningu að vopni.”

Vignir BollasonEigandi og kírópraktor - Líf kírópraktík