Umsagnir

Reynslusögur frá samstarfsaðilum okkar:

“Við erum í afar spennandi vegferð með EOS og ég hef fulla trú að það hafi reynst að okkur heilladrjúg ákvörðun að stökkva á vagninn. Við erum að búa til nýtt fyrirtæki úr næstum aldargamalli arfleið og með EOS náum við að lenda hlaupandi með skýra sýn og verkfærin sem þarf til að ná þeim árangri sem við höfum einsett okkur. Bjarki hjá Bravo hefur leitt okkur gegnum þessa vinnu og erum við mjög ánægð með hans aðkomu.”

Þórður GuðjónssonFramkvæmdarstjóri - Skeljungur

“Við féllum strax fyrir hugmyndafræðinni að baki EOS og þá helst hvernig EOS hjálpar ekki aðeins við að skapa skýra sýn heldur einnig að virkja drifkraft allra í fyrirtækinu til að ná þeim markmiðum sem við setjum. Í mínum huga er öflugt hvering EOS verkfærin fylgja eftir ferlum og í reynd er EOS hugmyndafræðinni aldrei lokið og fylgir fyrirtækinu áfram til framtíðar. EOS tryggir að það sem búið er að vinna, haldi áfram til framtíðar. Ég hef ekki kynnst eins skilvirkum tólum áður á mínum langa ferli sem frumkvöðull og stjórnandi. Bjarki hefur verið frábær á þessum vinnudögum og leitt okkur áfram inn í aðferðafræðina, sem við höfum fylgt frá fyrsta degi með góðum árangri.”

Rúnar SigurðssonStofnandi og framkvæmdarstjóri - Svar

“Bjarki hefur verið okkur innan handar við innleiðingu á EOS stjórnkerfinu í Macland. Við höfum náð töluverðum árangri á stuttum tíma og ég er afar spenntur fyrir framhaldinu. Fyrirtækið hefur vaxið mikið á undanförnum árum og erum við með metnaðarfull markmið. Það er því mjög miklvægt fyrir okkur að ná vel utan um okkar vegferð og EOS kerfið gerir nákvæmlega það fyrir okkur. Ég mæli heilshugar með þessu og hvet stjórnendur fyrirtækja til að kynna sér Bravo og EOS nánar.”

Hörður ÁgústssonStofnandi og framkvæmdarstjóri - Macland

“Ég kynntist EOS þegar ég bjó í Bandaríkjunum og var ákveðinn að nýta mér aðferðafræðina í mínu eigin fyrirtæki. Þegar ég fann Bravo var ég viss um að við ættum að taka það alla leið. EOS vegferðin með Bjarka hefur staðist allar mína væntingar og vel það. Vinnudagarnir með stjórnendateyminu okkar hafa verið mjög góðir og við hlökkum til að takast á við verkefni framtíðar með skýra sýn, ábyrgð og heilbrigða fyrirtækjamenningu að vopni.”

Vignir BollasonEigandi og kírópraktor - Líf kírópraktík