Náðu stjórn á þínu fyrirtæki. Kynntu þér EOS®

Við aðstoðum stjórnendur við að innleiða heildstætt og sannreynt rekstrarkerfi sem gerir þeim kleift að tækla vandamálin, auka ábyrgð og byggja upp drifkraft í fyrirtækinu með einföldum og hagnýtum verkfærum.

EOS vinnur með sex lykil þætti

EOS gefur þér einfalda sýn með því að horfa til sex lykil þátta í rekstrinum.

Sýnin

Með því að styrkja þennan þátt nærðu öllum í fyrirtækinu á sömu blaðsíðu um það hvert fyrirtækið stefnir og hvernig það mun komast þangað.

Fólkið

Verkefnið er ómögulegt án þess að umkringja sig með rétta fólkinu. Þú getur ekki búið til frábært fyrirtæki nema með rétta fólkinu í réttum sætum.

Gögnin

Þú verður að horfa í gegnum allar tilfinningarnar, persónuleikana, skoðanirnar og egóin, en treysta þess í stað á hlutlægar tölur sem sýna þér hvernig púlsinn á fyrirtækinu slær.

Málin

Fyrirtækið þarf að verða frábært í að vinna úr vandamálum, tækifærum og hugmyndum sem rísa upp á hverjum tíma í gegnum allt fyrirtækið – skilgreina þau, ræða og leysa þannig að þau hverfi að eilífu.

Ferlarnir

Þú þarft að skilgreina og skjala alla lykilferla í fyrirtækinu. Ferlarnir eru það sem gera fyrirtækið þitt einstakt. Allir verða fylgja ferlunum til að skapa samkvæmni og skalanleika.

Drifkrafturinn®

Þú þarft að byggja upp aga og ábyrgð innan fyrirtækisins til að koma sýn fyrirtækisins inn í raunheima og í framkvæmd.

Umsagnir viðskiptavina

Kynntu þér hvað stjórnendur þeirra hafa að segja

Nánar um stjórnkerfið

Hvernig hjálpar EOS?

EOS hjálpar þér að því fram sem því sem þú vilt úr þínu fyrirtæki. Það gerum við með því að útvega heildstætt kerfi með einföldum verkfærum sem hálpa þér að gera 3 hluti :

  1. Sýnin – hjálpar þér fá stjórnendateymi þitt 100% á sömu blaðsíðu varðandi hvert fyrirtækið er að fara og hvernig það mun komast þangað
  2. Drifkrafturinn– hjálpar stjórnendateymi þínu að verða meira agað og ábyrgt, og vinna stöðugt að því að láta þína sýn verða að veruleika
  3. Heilbrigðið – hjálpar stjórnendum þínum að verða heilbrigt, öflugt og samheldið teymi

Þaðan höldum við áfram og gerum það sama fyrir allt fyrirtækið. Þú munt komast á þann stað að allir í fyrirtækinu hafa skýra mynd af þinni framtíðarsýn, allir eru mun einbeittari, agaðri og ábyrgðarfyllri í því að framkvæma þá hluti sem þarf til að ná þeirri sýn. Framgangur verður stöðugur og teymið heilbrigt, öflugt og samheldið, líkt og stjórnendurnir.

Hvað svo

Fyrsta skrefið með EOS

Sem eigandi, leiðtogi og stjórnandi – ertu tilbúinn að taka fyrsta skrefið?

Ertu tilbúinn að enda þá erfiðleika sem þú upplifir í þínu fyrirtæki og gera fyrirtækið þitt að vel smurðri og fínstilltri vél?

Fáðu frían 90 mínútna fund til að sjá hvernig EOS getur hjálpað þér að ná alvöru drifkrafti í þínu fyrirtæki.

FÁ 90 MÍN KYNNINGU

Nýjustu greinar

Uncategorized

Þórður forstjóri Skeljungs með fyrirlestur um ávinninginn af EOS

Yfir 50 manns mættu á fyrirlestur Þórðar forstjóra Skeljungs þar sem hann fór yfir vegferð og ávinning Skeljungs af EOS aðferðafræðinni. Skeljungur hóf EOS vegferðina…
Uncategorized

Morgunfundur Bravo hjá Stjórnvísi

Bjarki hjá Bravo kynnti EOS hjá Stjórnvísi í Apríl 2022 á morgunfundi sem bar heitið: Innsýn í EOS - skýr sýn, aukinn drifkraftur og heilbrigt…
Uncategorized

Slæmir fundir

Samkvæmt rannsókn sem nefnd er í grein í Wall street journal sögðu 47% aðspurðra að "of margir fundir" væri þeirra mesti tímaþjófur í vinnunni. Mín…

Taktu fyrsta skrefið í ferðalagi þínu að betra fyrirtæki strax í dag