Yfir 50 manns mættu á fyrirlestur Þórðar forstjóra Skeljungs þar sem hann fór yfir vegferð og ávinning Skeljungs af EOS aðferðafræðinni. Skeljungur hóf EOS vegferðina í janúar í fyrra og hefur Bjarki Jóhannesson hjá Bravo leitt þá í gegnum hana. Það helsta sem kom fram á fundinum :

Bjarki hóf fundinn og fór stuttlega yfir sögu EOS aðferðafræðinnar og út á hvað hún gengur útfrá EOS módelinu.

Þórður byrjaði á að segja frá Skeljungi í dag eftir uppskiptingu í lok árs 2021 þar sem einu félagi var skipt í þrjú, þ.e. Skeljung, Orkuna og Gallon. Fyrsta rekstrarár Skeljungs gekk vonum framar þrátt fyrir uppskiptingu, flutning starfseminnar og erfið markaðskilyrði. Telur hann að EOS hafi átt stóran þátt í því. Hann lýsti svo ferlinu við innleiðingu EOS og hvernig fyrsta árið þróaðist í því vinnulagi sem EOS skapar. Nú er svo komið að allt fyrirtækið er orðið virkt í aðferðafræðinni.  Hann lauk svo fyrirlestrinum með þvi að fara yfir ávinninginn og nálgaðist það útfrá helstu EOS verkfærunum. Ljóst er að ávinningur EOS er töluverður en helstu punktar eru þessir

1. Félagið hefur skýra sýn, framkvæmdastjórnin er 100%  á sömu blaðsíðu og mjög  samstíga. Allt starfsfólkið þekkir sýn félagsins.

2. Fundaskipulagið tryggir að við erum að fara í rétta átt í öllum teymum, í hverri viku , í hverjum ársfjórðungi, ár eftir ár.

3. Vikulegu skorkortin byggja upp ábyrgð því allir eru með mælingar sem þeir þurfa að standa skil á. Þau ýta einnig undir að það mikilvægasta fyrir árangur í rekstrinum er gert í hverri einustu viku.

4. Unnið er skipulega að því að ná markmiðum fyrirtækisins með ársfjórðunglegum forgangsverkefnum. Teymin taka virkan þátt í að útfæra forgangsverkefni og mun fleiri umbætur eru virkjaðar en ella. Með vikulegri eftirfylgni aukast líkur á að þeim ljúki á tilsettum tíma verulega.

5. Mál eru dregin fram allstaðar í fyrirtækinu og tækluð. Allir eru vakandi fyrir því sem betur má fara og er unnið að lausnum í öllum teymum. Með vikulegri eftirfylgni tryggjum við framkvæmd úrlausna.

6. Kjarnagildin hafa þegar haft afgerandi  áhrif á fyrirtækjamenninguna. Þau gera okkur alltaf meðvituð um hvernig viðhorf og hegðun við erum að leita eftir í okkar fólki og við ýtum undir þá hegðun.

7. Ábyrgðarritið hefur gert það að verkum að ábyrgðin er skýr og við erum meðvituð um að hlutverk okkar og hvers annars. Ábyrgðarritið hefur veitt stjórnendum góða yfirsýn og aukið ábyrgðartilfinningu starfsfólks.

8.  EOS hefur fært stjórnendum verkfæri til að verða betri stjórnendur.  Tekist hefur að dreifa ábyrgðinni betur og valdefla starfsfólkið. Við erum að sjá aukið traust í framkvæmdastjórninni og meiri samheldni, auk þess sem aðferðafræðin hefur fært okkur mikla yfirsýn og yfirvegun þar sem við vitum að fólkið er að vinna í réttum hlutunum í hverri einustu viku.

9. Hugbúnaðurinn sem heldur utan um allt það sem tengist EOS er orðið að helsta stjórntæki félagsins. Hann veitir mikla yfirsýn yfir stöðuna í öllum teymum (skorkortin, forgangsverkefnin og málin sem verið er að tækla.) Þar eru allir fundir teymana keyrðir og allar ákvarðanir skráðar og eftirfylgni tryggð. 

Að lokum fór Þórður yfir næstu skref í EOS vinnunni. Hann telur að það taki að minnsta kosti ár í viðbót þar til EOS hugsunin er komin í DNA hjá fyrirtækinu.  

Mikið var um spurningar í lokin og greinilegt að margir voru mjög ánægðir með fundinn. 

Þórður á fundinum