Innleiðing aðferðafræðinnar og eftirfylgni
Við aðstoðum stjórnendur við innleiðingu á aðferðarfræði sem gerir þeim kleift að ná markmiðum, tækla áskoranir, auka ábyrgð og byggja upp drifkraft með einföldum og hagnýtum verkfærum. Ferlið er margreynt enda hefur því verið fylgt af 190.000 fyrirtækjum í 179 löndum. Við hjá Bravo þegar farið í gegnum innleiðingarferlið hjá 15 ólíkum fyrirtækjum hér á landi með mjög góðum árangri. Að lokinni innleiðingu í stjórnendateyminu, fylgjum við ferlinu eftir með því að stýra ársfjórðungslegum vinnufundum stjórnendateymisins. Nánar um ferlið hér https://bravo.is/ferlid/
Express útgáfa fyrir lítil fyrirtæki (5 starfsmenn eða færri)
Aðferðafræðin hjálpar líka litlum fyrirtækjunum að ná auknum árangri, enda fylgjum við henni sjálfir í okkar tveggja manna fyrirtæki. Í þessari express útgáfu er búið að stytta innleiðingartímann verulega og takmarka hann í samræmi við umfang fyrirtækisins. Þannig verður kostnaðurinn viðráðanlegur og ávinningurinn mun ekki láta á sér standa.
Rekstrarstjóri til leigu
Oft á tíðum eru frumkvöðlar frábærir í að koma hlutum af stað og hafa skýra sýn fyrir fyrirtækið sitt, en þeir eru ekki endilega sniðnir fyrir daglegan rekstur. Í þessum tilfellum getur verið snjallt að fá til sín reyndan rekstrarstjóra í hlutastarf í takmarkaðan tíma. Sá rekstrarstjóri þekkir leiðirnar við að byggja upp ákveðna umgjörð svo markmiðum verði náð og skapa ábyrga og heilbrigða fyrirtækjamenningu. Þegar þeim áfanga hefur verið náð er mögulega hægt að færa þessa ábyrgð yfir á annan starfsmann sem getur þá fylgt ferlinu áfram.
Fyrirlestrar um ýmis málefni sem tengjast aðferðafræðinni
Við bjóðum einnig upp á stutta fyrirlestra (30-60 mín) ýmist fyrir stjórnendahópa eða almenna starfsmenn.
- Hæfni leiðtogans
- Skilvirkir fundir og betri fundarmenning
- Hvað einkennir öflug teymi
- Uppbygging á vikulegum skorkortum
- Skipulag og ábyrgð
- Ferli og ferlamenning
- Kjarnagildi og fyrirtækjamenning
- Stefna og markmið
- Ferli viðskiptavina
Nánari upplýsingar bjarki@bravo.is eða í síma 666-5656