Ferli innleiðingar

Margreynd leið til að láta hlutina virka saman.

Skref 1

60 mínútna fundurinn

Hér fær stjórnendateymið kynningu á aðferðafræðinni. Það er gert til að allir séu á sömu blaðsíðu þegar ákvörðun um framhaldið er tekin. Vill fyrirtækið taka upp aðferðafræðina upp til að ná sínum markmiðum? Eru allir tilbúnir í vegferðina?

Skref 2

Umgjörðin

Fyrsti vinnudagurinn fer í að skapa umgjörðina fyrir framhaldið. Við byggjum upp ábyrgðarritið, setjum fyrstu forgangsverkefnin í gang, teiknum upp fyrstu útgáfuna af skorkorti og skipuleggjum vikulegu fundina. Einnig er kennt á  hugbúnaðinn.   Næstu 30 daga nýtir stjórnendateymið þessi nýju verkfæri og upplifir þær umbætur sem þau færa fyrirtækinu.

Skref 3

Sýnin

Vinnudagur númer tvö með stjórnendateyminu. Þar er byrjað á því að fara yfir umgjörðina sem sett var í gang á fyrsta degi og skoðað hvað sé hægt að gera betur. Síðan er unnið að því að skerpa sýn fyrirtækisins svo allt stjórnendateymið sé 100% á sömu blaðsíðu. Næstu 30 daga heldur stjórnandarteymið áfram að meistra aðferðfræðina áður en farið er í þriðja og síðasta dag innleiðingarinnar. 

Skref 4

Markmiðin

Þá er komið að síðasta vinnudeginum í bili. Þar er aftur byrjað á því að fara yfir verkfærin frá fyrri vinnudögum og skerpt á þeim. Síðan er farið að móta markmiðin til lengri og skemmri tíma, og ákveða áhersluverkefni fyrir næsta ársfjórðung.  

Nú þegar allt stjórnendateymið er einbeitt og á sömu blaðsíðu, þá notar teymið verkfærin næstu 90 daga til þess að framkvæma og mæla framgang sinn.

Skref 5

Ársfjórðungslegir fundir

Á 90 daga fresti hittist stjórnunarteymið í heilan dag til að meta hvernig gekk, endurstilla fókusinn og forgangsraða fyrir næstu 90 daga. Einnig eru helstu hindranir og vandamál sem gætu komið í veg fyrir tilætlaðan árangur rædd og leyst eftir bestu getu.

Í hverjum ársfjórðungi upplifa stjórnendur mælanlegan framgang í rekstri fyrirtækisins. Eftir einn eða tvo ársfjórðunga þegar stjórnendateymið hefur meistrað aðferðafræðina, er tekin ákvörðun um að innleiða hana í öllu fyrirtækinu þar sem við á. 

Skref 6

Árlegir fundir

Á árlegum tveggja daga fundi stjórnunarteymisins er unnið í heilbrigði teymisins, farið yfir framtíðarsýnina, áætlanir og markmið næsta árs og forgangsraðað fyrir næstu 90 daga.

Niðurstaðan er heilbrigt og einbeitt teymi og fyrirtæki sem vinnur að stöðugum framgangi í átt að framtíðarsýn fyrirtækins.