Stjórnaðu og styrktu sex lykil þættina í fyrirtækinu þínu.
EOS módelið:
Lykil þættirnir sex:
EOS módelið gefur myndræna framsetningu af þeim sex lykil þáttum sem öll fyrirtæki verða að styrkja til þess að skara frammúr. Þetta módel á við stór sem smá fyrirtæki í hvaða atvinnugrein sem er.

1. Sýnin
Fyrsti lykil þátturinn er það sem við köllum sýnina. Það að styrkja þennan þátt þýðir að fá alla innan fyrirtækisins 100% á sömu blaðsíðu með það hvert fyrirtækið er að fara og hvernig það mun komast þangað.
– 8 Spurningar –
– Allir eru með-
2. Fólkið
Annar lykil þátturinn er fólkið. Þú getur ekki búið til frábært fyrirtæki nema umkringja þig með frábæru fólki og koma því í rétt sæti. Mannauðurinn og fyrirtækjamenningin er undirstaða þess að metnaðarfull sýn verði að veruleika.
– Rétt fólk-
– Rétt sæti-
3. Gögnin
Þriðji lykil þátturinn er gögnin. Þú verður að horfa í gegnum allar tilfinningarnar, persónuleikana, skoðanirnar og egóin, en treysta þess í stað á hlutlægar tölur sem sýna þér hvernig púlsinn á fyrirtækinu slær.
– Skorkort-
– Allir eru mældir-
Með því að styrkja þessa þrjá þætti, þá byrjar þú að skapa öfluga, gagnsæja, opna og heiðarlega heild þar sem allt verður skýrt og þú byrjar að hrinda hindrunum úr vegi. Það leiðir okkur að næstu þrem þáttum…
4. Málin
Fyrirtækið þarf að verða frábært í að leysa úr málum (vandamál, hugmyndir, tækifæri) sem rísa upp á hverjum tíma í gegnum allt fyrirtækið – skilgreina þau, ræða og leysa þannig að þau hverfi að eilífu.
– Málalisti-
– SRL-
5. Ferlarnir
Ferlarnir eru það sem gera fyrirtækið þitt einstakt og því er gríðarlega mikilvægt að allir í fyrirtækinu viti hvernig hlutirnir eru gerðir. Allir verða fylgja ferlunum til að skapa samkvæmni og skalanleika.
– Skjalaðir-
– Allir fylgja –
6. Drifkrafturinn
Þú þarf að byggja upp aga og ábyrgð innan fyrirtækisins til að koma sýn fyrirtækisins inn í raunheima og í framkvæmd.