EOS með Bravo

Við getum aðstoðað þitt fyrirtæki við að innleiða EOS.

Fáðu fagmenn til að aðstoða þig

Bjarki Jóhannesson

Bjarki Jóhannesson EOS Implementer hefur óbilandi ástríðu fyrir EOS og að koma boðskap þess til sem flestra fyrirtækja hér á landi. Hann hefur mikla reynslu af rekstri frumkvöðlafyrirtækis enda stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki 18 ára gamall. Fyrir 16 árum stofnaði hann ásamt félaga sínum fyrirtæki í upplýsingatækni sem fór í gegnum ólgusjó hrunsins. Árið 2014 var fyrirtækið komið með 40 manns í vinnu og velti hátt í milljarði. Það var síðan sameinað öðru fyrirtæki og hefur Bjarki verði í stjórnendateymi þess fyrirtækis síðan þá.

Í lok árs 2019 kynntist Bjarki EOS rekstrarkerfinu og tók að sér að innleiða það í sínu fyrirtæki. Það ferli hefur verið lærdómsríkt svo ekki sé meira sagt. Nú hefur hann ákveðið að koma EOS boðskapnum áfram og býður þér aðstoð við að innleiða EOS í þínu fyrirtæki.

Bjarki er með Mastersgráðu í Markaðsfræðum og hefur lokið námí í Executive Coaching í HR. Sem EOS Implementer aðstoðar hann stjórnendateymi þitt við að innleiða EOS og fylgja EOS ferlinu í einu og öllu. Hann hefur leyfi til að kalla sig EOS implementer og er að vinna sig í áttina að því að verða Certified EOS Implementer.

Reynslusögur frá samstarfsaðilum okkar:

“Við erum í afar spennandi vegferð með EOS og ég hef fulla trú að það hafi reynst að okkur heilladrjúg ákvörðun að stökkva á vagninn. Við erum að búa til nýtt fyrirtæki úr næstum aldargamalli arfleið og með EOS náum við að lenda hlaupandi með skýra sýn og verkfærin sem þarf til að ná þeim árangri sem við höfum einsett okkur. Bjarki hjá Bravo hefur leitt okkur gegnum þessa vinnu og erum við mjög ánægð með hans aðkomu.”

Þórður GuðjónssonFramkvæmdarstjóri - Skeljungur

“Við féllum strax fyrir hugmyndafræðinni að baki EOS og þá helst hvernig EOS hjálpar ekki aðeins við að skapa skýra sýn heldur einnig að virkja drifkraft allra í fyrirtækinu til að ná þeim markmiðum sem við setjum. Í mínum huga er öflugt hvering EOS verkfærin fylgja eftir ferlum og í reynd er EOS hugmyndafræðinni aldrei lokið og fylgir fyrirtækinu áfram til framtíðar. EOS tryggir að það sem búið er að vinna, haldi áfram til framtíðar. Ég hef ekki kynnst eins skilvirkum tólum áður á mínum langa ferli sem frumkvöðull og stjórnandi. Bjarki hefur verið frábær á þessum vinnudögum og leitt okkur áfram inn í aðferðafræðina, sem við höfum fylgt frá fyrsta degi með góðum árangri.”

Rúnar SigurðssonStofnandi og framkvæmdarstjóri - Svar

“Bjarki hefur verið okkur innan handar við innleiðingu á EOS stjórnkerfinu í Macland. Við höfum náð töluverðum árangri á stuttum tíma og ég er afar spenntur fyrir framhaldinu. Fyrirtækið hefur vaxið mikið á undanförnum árum og erum við með metnaðarfull markmið. Það er því mjög miklvægt fyrir okkur að ná vel utan um okkar vegferð og EOS kerfið gerir nákvæmlega það fyrir okkur. Ég mæli heilshugar með þessu og hvet stjórnendur fyrirtækja til að kynna sér Bravo og EOS nánar.”

Hörður ÁgústssonStofnandi og framkvæmdarstjóri - Macland