Sannreynd leið til að láta hlutina virka saman.

Skref 1
90 mínútna fundurinn
Hér fær stjórnendateymið kynningu á EOS kerfinu. Það er gert til að allir séu á sömu blaðsíðu þegar ákvörðun um framhaldið er tekin. Vill fyrirtækið taka upp EOS til að eflast?
Skref 2
Fókus dagurinn
Dagurinn fer í að færa stjórnendateyminu verkfæri til skýra myndina af því hver ber ábyrgð á hverju, forgangsraða, bæta samskipti, vinna úr vandamálum og finna réttu mælukvarðana að framgangi fyrirtækisins. Næstu 30 daga nýtir stjórnendateymið þessi nýju verkfæri og upplifir þær umbætur sem þau færa fyrirtækinu.
Skref 3
Fyrri dagur sýnar
Annar dagur með stjórnandateyminu. Þar er byrjað á því að fara yfir verkfærin frá Fókus deginum og skerpt á þeim. Síðan er byrjað á því að nota S/SD verkfærið (sýnin og skipulag drifkrafts) til að gera sýn fyrirtækisins skýrari. Hver erum við, af hverju erum við, hvað gerum við og hvert erum við að fara. Einnig eru kynnt til sögunnar frábært verkfæri til að meta fólkið í fyrirtækinu.
Næstu 30 daga lærir stjórnandarteymið að nota þau verkfæri sem það hefur fengið í hendur áður en farið er í seinni dag sýnar.
Skref 4
Seinni dagur sýnar
Þá er komið að síðasta vinnudeginum í bili. Þar er aftur byrjað á því að fara yfir verkfærin frá fyrri dögum og skerpt á þeim. Síðan er farið yfir seinni hlutann á S/SD verkfærið (sýnin og skipulag drifkrafts) til skerpa á framtíðarsýninni og unnið með markaðsáætlun, þriggja ára myndina, markmið ársins og forgangsröðuninni næstu 90 daga.
Nú þegar allt stjórnendateymið er einbeitt og á sömu blaðsíðu, þá notar teymið verkfærin næstu 90 daga til þess að framkvæma og mæla framgang sinn.
Skref 5
Ársfjórðungslegir fundir
Á 90 daga fresti hittist stjórnunarteymið í heilan dag til að meta hvernig gekk, endurstilla fókusinn og forgangsraða fyrir næstu 90 daga. Einnig eru helstu hindranir og vandamál sem gætu komið í veg fyrir tilætlaðan árangur rædd og leyst eftir bestu getu.
Í hverjum ársfjórðungi upplifa stjórnendur mælanlegan framgang í rekstri fyrirtækisins
Skref 6
Árlegir fundir
Á árlegum tveggja daga fundi stjórnunarteymisins er unnið í heilbrigði teymisins, farið yfir framtíðarsýnina, áætlanir og markmið næsta árs og forgangsraðað fyrir næstu 90 daga.
Niðurstaðan er heilbrigt og einbeitt teymi og fyrirtæki sem vinnur að stöðugum framgangi í átt að framtíðarsýn fyrirtækins.